17.3.2020 | 20:36
Þessi utanríkisráðherra!
Enn er Guðlaugur Þór að reyna að slá sig til riddara með því að telja fólki trú um að hann sé að verja hagsmundi landsmanna. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann er fyrst og fremst að verja ferðaþjónustuna og Icelandair með þessu.
Þrátt fyrir að Kaninn sé búinn að loka túristaferðum til og frá landi sínu, neita íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að endurgreiða bandarískum ferðamönnum hótelgistinu í því skjólinu að innlend stjórnvöld hafa ekki enn takmarkað ferðir til Íslands (sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag).
Sama gera íslenskar ferðaskrifstofur hvað Evrópuferðir varðar. Nú var ESB að lýsa yfir ferðabanni milli Evrópusambandslandanna en samt neita ferðaskrifstofurnar að endurgreiða fólki fargjaldið, sem kemst ekki utan vegna þessa banns. Þetta er auðvitað kolólöglegt en þær skáka í því skjólinu að stjórnvöld hér hafa ekki sett bann á utanlandsferðir íslenskra túrista.
Þetta framferði og þessi tregða ríkisstjórnarinnar við að loka landinu er þeim mun átakanlegri sem sífellt fleiri lönd gera það. Hún segist gera þetta til að vernda ferðamannabransann en Danir og Svíar bregðast öðruvísi við. Þarlend stjórnvöld hafa ákveðið að veita SAS styrk upp á hátt í 40 milljarða til að bæta upp tekjutap flugfélagsins vegna veirunnar.
Hér á landi er hins vegar enn verið að bíða eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar, sem voru reyndar boðaðar fyrir viku eða svo. Hvað dvelur hana? Óeining innan hennar, eða bara hægagangur í íhaldinu sem öllu ræður í stjórninni um þessar mundir?
Já, mikill munur er á forsætisráðherrum Íslands og Danmerkur. Á meðan Mette Fredriksen skerpir enn á reglum til að draga úr útbreiðslu veirunnar og virðist taka sér mjög mikið vald til þess, virkar Kata litla eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins en ekki sem leiðtogi stjórnarinnar.
Einnig virðast sóttvarna- og landlæknir frekar vera í pólitískum leik þessa daganna en vísindalegum. Gera lítið sem ekkert og segja ástandið hér mun betra en ytra, þrátt fyrir að smitið hér á landi er það þriðja mesta í heiminum!
Hvers á eiginlega íslenskur almenningur að gjalda? Verðskuldar hann virkilega svona stjórnendur - og svona fyrirtæki?
Átti góð samskipti við Pompeo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.