Hvað með almenning og lítil fyrirtæki?

Danir leggja mikla áherslu á að koma til móts við smáfyrirtæki og hjálpa þeim alveg sérstaklega til að komast yfir þá erfiðleika sem veiran skapar hjá þeim.

Hér hafa þau alls ekki verið nefnd á nafn, heldur hefur fjármálaráðherrann ýjað að því að einungis "lífvænleg" fyrirtæki fái fyrirgreiðslu.
Enda segir í þessari frétt að þau fyrir­tæki verði "und­an­skil­in ef rekstr­ar­erfiðleik­ar eru ekki til­komn­ir" vegna veirunnar og "hvort skuld­setn­ing sé til­kom­in vegna annarra þátta en rekstr­ar." Hætt er við að vina- og flokkspólitík verði ofarlega í því mati og lobbýisminn verði þá allsráðandi (svona endurtekning á Hruninu).

Þá er ljóst að almenningur fær lítið að njóta vaxtalækkanna Seðlabankans. Stóru bankarnir lækka útlánsvextina mjög lítið og lífeyrissjóðirnir ekki neitt! Húsnæðislán almennings lækka því samasem ekkert.
Eina ljósglætan er frumvarp félagsmálaráðherra um bætur til þeirra sem missa atvinnuna eða þurfa að draga úr starfshlutfalli.
Sérkennilegt er að það þurfi Framsóknarmann til að huga að almenningi, ekki síst í ljósi þess að forsætisráðherrann er úr flokki sem hingað til hefur kynnt sig sem flokk hins vinnandi manns. 


mbl.is Fyrirtæki munu fá greiðsluskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 459632

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband