21.3.2020 | 15:46
Ný Hrunstjórn
Meðal boðaðra ráðstafana ríkisstjórnarinnar er lækkun bankaskatts - ofan á afnám bindiskyldunnar og sveiflujöfnunarsaukans þannig að bankarnir mega nú haga sér eins og þeim sýnist.
Þetta þýðir ekkert nema aukna neyslu í erfiðu ástandi og áframhaldandi offjárfestingu í hótel- og íbúðabyggingum.
Auk þess á að auka innflutning með niðurfellingu tollafgreiðslugjalda í meira en eitt og hálft ár, þ.e. löngu eftir að kórónuveirukrísan er afstaðin og að auki frestun á greiðslu aðflutningsgjalda!
Allt samkvæmt óskalista heildsalanna og peningaaflanna og kemur engum til góða nema þeim einum. Og allt þetta eykur kerfisáhættu, leiðir til lítillar áhættuvitundar og alltof auðveldu aðgengi fjármálafyrirtækjanna að fjármagni, rétt eins og gerðist í Hruninu.
Hætt er því við aukinni skuldsetningu og hækkun fasteignaverðs með þessum ráðstöfunum. Þær eru þannig greið leið til fjölda gjaldþrota, þvert gegn því sem ríkisstjórnin segist ætla að gera með þessu!
Þetta þýðir jafnframt algjört skipbrot kratismans. Fyrst með fyrri Hrunstjórninni þar sem Samfylkingin gerðist leppur íhaldsins og nýfrjálshyggjunnar - og nú með leppun Vinstri grænna.
Jafnaðarmennskan er þannig ekki lengur vinstri stefna heldur mið-hægri stefna sem hefur gert gamla slagorð íhaldsins að sínu: Stétt með stétt.
Hagur fyrirtækjanna er hagur fólksins!
Viðspyrna fyrir Ísland - aðgerðir stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 298
- Frá upphafi: 459724
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 258
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.