22.3.2020 | 15:06
Þórólfur í afneitun
Hann neitar að horfast í augu við það að stjórnvöld séu að missa veiruna úr böndunum. Það þrátt fyrir að 30% sýna sem tekin voru á Landspítalanum í gær hafi greinst jákvæð. Og smitkúrfan verður sífellt brattari. 95 smit á síðasta sólarhring og 318 síðustu fjóra daga!
Ísland sker sig úr meðal þjóða miðað við smit á höfðatölu. Meira að segja áróðursmeistari ESB á Íslandi sér sinn kost vænstan að forða sér úr landi!
Nú hafa 124 lönd lokað öllum skólum hjá sér en Þórólfur berst enn við að halda leik- og grunnskólum opnum. Rökin er þó harla léttvæg, það er til þess að heilbrigðisstarfsfólk og lögreglan geti sinnt starfi sínu.
Ætli það sé ekki hægt að leysa slík vandamál auðveldlega! Hafa einhverja leikskóla opna fyrir fyrrnefnda hópinn en löggan getur auðvitað átt sig því hún sést hvort sem er aldrei. Grunnskólakrakkarnir ættu að geta séð um sig sjálfir eða þá að eldri systkini hjálpi þeim yngri og svo auðvitað afar og ömmur o.s.frv.
Að minnsta kosti líta yfirvöld í 124 löndum ekki á að það sé neitt vandamál.
Útgöngubann ekki á teikniborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 35
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 459844
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 190
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.