Harkalegar aðgerðir!

Norðmenn gera það ekki endasleppt. "Hvítliðarnir" þeirra sendir út á þjóðvegina til að reka fólk heim sem leyfir sér að aka um þá! 

Nokkur umræða hefur verið á Norðurlöndunum hvort hinar harkalegu aðferðir sem Danir og Norðmenn nota skili nokkrum sérstökum árangri og geri ekki mun meiri skaða en gagn.

Svíar fullyrða það að minnsta kosti og Danir eru meira að segja farnir að huga að því að draga úr hörkunni. Við sjáum í fjölmiðlum myndir frá Svíþjóð þar sem Svíarnir sitja áhyggjulausir á útikaffihúsum og -börum, njóta sólarinnar undir blómstrandi kirkjuberjatrjám, meðan götur, stéttar og torg eru tóm annars staðar í evrópskum borgum!

Og miðað við fólksfjölda er ekki svo mikill munur á dauðsföllum í þessum löndum, eða á þeim sem eru smitaðir, á spítala eða í gjörgæslu og öndunarvél. 

Hér á landi er einnig spurning hvort samkomubann og takmörkun á fjölda fólks samankomið á einum stað hafi einhvað að segja í baráttunni við veiruna. Enn sem komið er, er meirihluti þeirra sem smitast hvort sem er í sóttkví (eða yfir 50%) og samkvæmt tölum frá Íslenskri erfðagreiningu er einungis um 0,6% þjóðarinnar smituð. Það getur nú varla flokkast undir faraldur (Haraldur! Hér er of kalt ...). 

Harkan á sumum sviðum virðist þannig algjörlega óþörf. Hins vegar kemur linkindin á öðrum sviðum mjög á óvart, þ.e. gagnvart sóttkvíarfólkinu. Það fær að valsa um úti í samfélaginu undir því yfirskini að það þurfi að hreyfa sig utandyra osfrv. Það þó að margsannað sé að þetta lið er það sem smitar mest. Skrýtið. 

Svo eru einnig fullyrðingar þremenningateymisins um góðan árangur í baráttunni við veiruna frekar hæpnar. Svo virðist sem fjöldi smitaðra hér á landi sé með því mesta í heiminum, það er miðað við höfðatölu (þriðja mest). Ástæðan, sem borið er við, er sú að fjöldi sýna sem tekin eru hér séu mun fleiri en annars staðar í heiminum.
Það stenst varla, allavega ekki ef miðað er við Svíana. Þeir taka um 10.000 sýni á viku sem er svipað og hér á landi en samt er smitið hlutfallslega miklu minna þar en hér. 


mbl.is Slegist um heimavarnafólk í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 459925

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 257
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband