Kæruleysi eða óþarfa harka?

Víðir Reynis óttast kæruleysi í kjölfar boðaðra léttingar á samkomubanni o.fl. Það má hins vegar allt eins spyrja sig hvort þessar léttingar ættu ekki að koma fyrr og gangi ekki nógu langt. Ljóst er a.m.k. að pressan á stjórnvöld um að aflétta kvöðum vegna veirunnar mun stóraukast á næstunni. Enda er mikið í húfi. Það stefnir í efnahagslegt hrun í annað sinn á rúmlega 10 árum. Í fyrra skiptið voru viðbrögð stjórnvalda alltof sein og alltaf lítil en nú alltof harkaleg. Það er allt annaðhvort of eða van á þessu blessaða skeri.  

Allar tölur segja okkur nefnilega að veiran rénar mjög hratt og smit orðin mjög fá. 
Frá því 1. apríl hefur smitum snarfækkað, úr 99 þá, í 24 þann 7. apríl. Um páskana voru reyndar tekin fá sýni en síðustu þrjá dagana var aftur tekinn talsverður fjöldi sýna og enn er smitunin á niðurleið (9, 7 og 12 ný smit).

Sama má segja um það hve margir eru í sóttkví og hvað margir hafa náð sér af veirusmitinu.
Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví hefur snarlækkað, frá því um 9.000(!) 23. mars niður í 1.800 manns þann 15. apríl.
Nú hafa 1144 manns náð bata af þeim 1739 sem hafa smitast. 1800 manns eru í sótt­kví, eins og áður sagði, en 16.726 hafa lokið henni!

Dánartíðnin er einnig mjög lág eða aðeins átta manns. Reyndar er ekki vitað hvort þeir hafi látist úr veirunni eða af einhverjum öðrum undirliggjandi sjúkdómum.
Danir eru hins vegar mjög meðvitaðir um að greina þarna á milli. Þeir tala um "coronarelaterade" dauðsföll en íslenskir fjölmiðlar halda því enn statt og stöðugt fram að dauðsföll í heiminum, sem og hér á landi, séu vegna veirunnar (látist úr covid 19).

Það er kominn tími til að almenningur (og fjölmiðlar) fari að láta í sér heyra vegna þeirra mannréttindabrota sem fólk verður fyrir af hálfu stjórnvalda vegna þessarar pestar, en hún er miklu vægari en gert var ráð fyrir í upphafi.


mbl.is Óttast bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband