3.7.2020 | 08:52
Allt að 20 stigum?
Fjölmiðlar hér á landi eru undarlega illa upplýstir, eða upplýsandi, um veðrið ef miðað er t.d. við Norðmenn.
Reyndin er sú að það var næturfrost á a.m.k. fimm stöðum í byggð í nótt, 3. júlí, og víða alveg við frostmark á Norður- og Austurlandi.
Á heiðum og fjallvegum var víða frost og eflaust hefur snjóað einhvers staðar. Á Brú í Jökuldal var t.d. úrkoma í -1,3 stiga frosti.
Sama kuldi var víða vestanfjalls í Noregi í nótt. Munurinn hér og þar er hins vegar sá að þar er fjallað um slíkt en ekki hér. Á nrk.no hafa birst myndir nú í morgun af snjókomu á heiðum og varað við hálku.
Hvers vegna þá þessi þögn hér? Fyrir það fyrsta eru fréttir af landsbyggðinni mjög af skornum skammti í fjölmiðlum. Í öðru lagi virðist Veðurstofan vera svo óforskömmuð í áróðri sínum fyrir hnattrænni hlýnun að hún nefni helst ekki kulda heldur aðeins hitann. Svo er það auðvitað lenska hér að fjalla bara um það "jákvæða".
Við skulum bara vona að þetta upplýsingarleysi til almennings valdi ekki neinum slysum á vegum úti.
https://www.nrk.no/vestland/sno-pa-fjellovergangane_-_-bor-vurdere-vinterdekk-1.15077852
Allt að 20 stiga hiti fyrir norðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 65
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 458111
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.