1.8.2020 | 13:06
Heilsugæslan sökudólgurinn?
Þessa dagana hamrar sóttvarnaliðið á því að enginn einn sé sökudólgurinn hvað aukið smit varðar í landinu, kannski til að fela hver hinn raunverulegi sökudólgur er!?
Þetta er önnur fréttin á innan við sólarhring þar sem kemur fram að heilsugæslan hefur neitað fólki um sýnatöku, fólki sem telur sig hafa smitast.
Í fyrra skiptið var afsökunin sú að það væri svo mikið að gera, enda gerðist það í lok mars.
Seinna dæmið er miklu nýrra eða nú frá því seinnipartinn í júlí en þá var mjög rólegt hjá heilsugæslunni, svo sá fyrirsláttur gengur ekki aftur.
Maður heyrir svo fleiri dæmi um vítaverð mistök eða vanrækslu hjá heilsugæslunni, svo sem að gleyma að kalla á fólk til seinni sýnatöku ofl ofl.
Samt er sí og æ verið að lofa þessar heilbrigðisstofnanir og tala um hvað starfsfólkið þar sé rosalega duglegt og samviskusamt. Mætti maður fá meira að heyra?
https://www.visir.is/g/20201996858d/var-med-co-vid-en-fekk-ekki-ad-fara-i-syna-toku
Sýkt en margsinnis neitað um sýnatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.