Tveir landsliðsmenn að rífast?

Án þess að ég hafi heyrt neinar kjaftasögur um þetta mál, þá virðist sem þarna hafi verið um tvo landsliðsmenn að ræða, þá Héðinn Steingrímsson og Guðmund Kjartansson. Eins og kemur fram í fréttinni gerðist þetta í 6. og næst síðustu umferð mótsins.

Héðinn var þá með fullt hús, fimm vinninga af fimm mögulegum, en Guðmundur með fjóra af fimm.
Af upplýsingum frá mótinu að dæma fékk Guðmundur ókeypis vinning (ekki reiknaðan til stiga) - og vann svo mótið - og Héðinn tefldi ekki sjöundu umferðina.

Áminningin sem Héðinn (væntanlega) fékk virðist hafa gert það að verkum að hann dró sig úr keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem á að hefjast 22. ágúst - en verður varla af vegna veirunnar. 

Merkilegt að menn, sem hafa teflt saman í landsliðinu fyrir Íslands hönd, hagi sér svona eins og smábörn. Skrítinn mórall í þessari annars friðsömu íþrótt!


mbl.is Áminntur fyrir framkomu á skákmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 206
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband