Upphafinn hrokagikkur - og loddari?

Í opnu bréfi til "Garðars Hólms", þ.e. til Jóns Ívars Einarssonar, skrifaði Kári Stefáns um upphafna meðalmennsku í Harvardháskóla þar sem Jón Ívar er prófessor, háskóla, sem þó er enn talinn í hópi allra bestu háskóla í heimi! Kári líkti Jóni einnig við loddara, þ.e. við Garðar Hólm, mann sem þóttist vera eitthvað en var ekkert.
Svo það er spurning hver er upphafinn meðalmaður og loddari, Jón eða Kári ...

Lítum á hvað Jón Ívar hafði að segja í viðtali í Fréttablaðinu í gær, laugardag. Þar kemur m.a. fram að raunveruleg dánartíðni hér á landi af völdum kórónuveirunnar er 0,3 % og 0,1% hjá yngri en 70 ára.
Þetta lága hlutfall sýni “ákveðið” ofmat stjórnvalda á hversu alvarleg veira er, en dánartíðinn af völdum hennar sé svipuð og að völdum inflúensu. Upplýsingar um þetta mætti vera betri fyrir almenning. Jón Ívar varar einnig við að vera að ýkja hættuna af þessum sjúkdómi. Óttinn og kvíðinn af þeim völdum sé ekki af hinu góða.

Þá bendir hann á að bóluefni muni kannski vernda 40-60% þeirra sem verða bólusettir og varar þannig við oftrú á árangri bólusetningar. Einnig að fólk sé að deyja vegna ráðstafana yfirvalda, svo ekki sé talað um hin slæmu efnahagslegu áhrif.
Jón efast um að hinar ströngu ráðstafanir stjórnvalda séu þess virði. Þá bendir hann á að inflúensan lendi meira á börnum og unglingum og spyr hvort eigi ekki að fara að beita strangari viðbrögðum vegna hennar einnig? 
Sömuleiðis bendir hann á að lítið hefur verið rannsakað hvað og á hvern hátt þessi veira valdi afleiddum kvillum (10% kannski?). Hann gagnrýnir einnig þríeykið fyrir að vera á móti grímum, sem og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, og segir að þær hafi sannað gildi sitt. Þá tekur hann að lokum skírt fram að hann sé enginn Trump-sinni!
Málefnaleg gagnrýni, ekki satt, í stað þess sem Kári gerir - að hjóla í þann sem er honum ekki sammála?

 

 


mbl.is Segir Jón Ívar „snúa hlutum á hvolf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 458409

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband