22.10.2020 | 19:29
Athyglisverður karakter þessi Arinbjörn!
Arinbjörn Snorrason hefur áður troðið sér fram í sviðsljósið, og oftast óumbeðinn rétt eins og nú. Nýlegasta dæmið er árás hans á fyrrverandi ríkislögreglustjóra, Harald Jóhannessen, sem ég var reyndar ekkert óánægður með!
Í ljósi þessa uppákomu nú, og frétta um að Arinbjörn hafi áður misnotað aðstöðu sína sem lögregluþjónn, er þessi karakter ekki mjög trúverðugur, sbr. þessa uppákomu: "hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi".
Tekið skal fram að bifreiðin, sem hann var í, ók á 185 kílómetra hraða!
Landslög gilda greinilega um alla aðra en lögregluna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/16/arinbjorn_brotlegur_i_starfi_sinu/
Önnur skrautfjörður í hatti þessa formanns lögreglufélagsins í Reykjavík, já þeir hafa greinilega ekki úr betri mannskap að moða, er um framferði hans vegna mótmæla við Kárahnúkavirkjun árið 2008.
Þá reyndi hann ítrekað að aka á mótmælendur við virkjunina:
https://www.savingiceland.org/2008/04/founder-of-saving-iceland-accused-by-icelandic-police/
Greinilegt er að sterkir aðilar innan lögreglunnar sýna fyrir það fyrsta að lög landsins gilda ekki um þá sjálfa og í öðru lagi að fasístísk vinnubrögð eru viðhöfð innan hennar (með því að beita óhóflegu ofbeldi).
Vert er að benda á að Arinbjörn, og fleiri lögreglumenn, hafa aðeins neitað ásökunum um rasisma en hvað með fasismann?
Svo er það spurning hvort þessi ummæli Arinbjarnar, og víðtækur stuðningur við hann innan lögreglunnar, sé ekki uppreisn gegn yfirstjórn lögreglunnar, sbr. fordæminginu yfirlögregluþjóns almennrar deildar lögreglunnar á þessum merkjum og yfirlýsingu hans um að þau verði bönnuð.
Vill að ummæli Þórhildar fari fyrir siðanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.