24.10.2020 | 09:43
Inflúensan 1988 skæðari en kófið?
Samkvæmt þessari frétt eru 38 færri dauðsföll á 100.000 íbúa í ár en síðustu 50 árin, eða frá miðjum apríl. 44 dóu úr inflúensu árið 1988 (samanborið við 11 úr kórónuveirunni í ár!).
Þrátt fyrir þetta er ekki minnst á inflúensufaraldurinn 1988 í sameiginlegri skýrslu landlæknis og sóttvarnalæknis frá 2015!:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item30948/Fars%C3%B3ttask%C3%BDrsla%202015.pdf
Þetta er annars að mörgu leyti áhugaverð skýrsla sem gefur m.a. ágætis yfirlit yfir flensutilfelli undanfarin 70 ár svo sem svínainflúensuna 2009 og Asíuinflúensuna 1959. Allar þessar flensur virðast hafa verið skæðari en kófið núna.
Merkilegt að fá engar upplýsingar um slíkt frá heilbrigðisyfirvöldum, það er fá engan samanburð, og að gagnrýnir blaðamenn þurfi að vinna slíka vinnu sjálfir.
Tekið skal fram að inflúensan er skráningarskyldur sjúkdómur á Íslandi og ber læknum og rannsóknarstofum að tilkynna um heildarfjölda inflúensutilfella til sóttvarnalæknis.
Þessar upplýsingar liggja því fyrir, svo sem um dánartíðni að völdum flensunnar, en þeim er ekki miðlað til almennings. Undarleg þöggun það.
Þá er og einnig athyglisvert hve langlundargeð fólks er mikið vegna harkalegra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda og að ekkert bóli á mótmælum vegna þeirra. Annað er uppi á teningnum í Berlín, París og London þar sem fjölmenn mótmæli hafa verið barin harkalega niður af "thin blue line"-lögguliðinu.
Nú þegar önnur bylgja veirunnar (þær eru jú bara tvær en ekki þrjár eins og Sótti heldur fram) er að ganga hratt niður, en ekkert bólar á rýmkunum á takmörkunum á ferða- og athafnafrelsi fólks, er full ástæða fyrir almenning að rísa og mótmæla einnig hér á landi.
Eða eins og einn náungi sagði þegar hann reyndi að efna til samtaka um mótmæli nú í sumar, en með litlum árangri: "Flensan 1988 var [...] enn verri, en framreiknað m.v. höfðatölu þá hefði hún í dag drepið ca. 60 beint, og mögulega aðra 40 óbeint (vegna lungnabólgu), þ.e. 100 manns. Enginn ákvað þó að rústa hagkerfinu eða svifta fólk borgaralegum réttindum vegna þessa."
Dauðsföll í ár langt undir meðaltali 50 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.