Frumhlaup hjá stjórnvöldum

Það er greinilegt á öllu að heilbrigðisyfirvöld voru of fljót á sér að herða reglur vegna uppákomunnar á Landakoti, sem var vegna þeirra eigin trassaskapar. Þau vísa öðrum veginn en fara hann ekki sjálf. 

Seinni bylgjunni er greinilega að ljúka, þrátt fyrir fjöldann sem smitaðist á Landakoti (og dauðsfallanna þar). Eðllegt er að miða við 20 smit á sólarhring sem lok smitbylgju, eins og raunin var í fyrri bylgjunni sem stóð samkvæmt því í 53 daga.
Seinni bylgjan hefur nú staðið í 48 daga ef sömu viðmiðanir eru notaðar og verður varla lengri en sú fyrri, enda eru smitin komin niður undir það eða í 24. 

Tekið skal fram að í þessari bylgju er miklu fleiri sýni tekin en þá og aldrei eins mörg og nú fyrir nokkrum dögum (26. okt) eða yfir 2700 sýni! Í fyrri bylgjunni voru þau mest um 1500 á dag. Þetta segir okkur að miklu meira er gert úr veirunni nú en þá, auk þess sem fólk verður miklu minna veikt. Samt eru reglurnar eins harðar nú eins og þá og jafnvel enn harðari. 

Ljóst er að stjórnvöld þurfa að rýmka reglurnar sem fyrst til að koma í veg fyrir meira tjón, efnahagslegt, félagslegt og sálrænt en orðið hefur. Annars er hætta á að mótmælaöldu í landinu rétt eins og gerst hefur í löndunum umhverfis okkar og/eða að fólk fari almennt að hunsa fyrirmælin. Og svo er stutt í næstu kosningar ...


mbl.is 24 ný smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband