7.11.2020 | 11:32
Nýgengi smita "lækkað lítillega"?
Fjölmiðlarnir, ásamt heilbrigðisyfirvöldum, halda áfram að gera lítið úr þeirri staðreynd að mjög hafi dregið úr kórónusmitinu undanfarið og þar með úr faraldrinum. Líklega til að geta haldið fólki og samfélagi áfram í spennitreyju og/eða að kóa með stjórnvöldum (og þeim rétttrúuðu), sbr. frasann: Við erum öll í sama liði!
Staðreyndin er hins vegar sú að frá 29. október hefur dregið mjög úr nýsmitun eða úr 75 smitum í 25 ný smit. Undanfarna sjö daga, eða í heila viku, hafa ný smit verið undir 30 alla þessa daga!
Svo er auðvitað ljóst að veiran nú er mun veikari en hún var í vor og mjög margir af þeim sem mælast jákvæðir, þ.e. með veiruna, eru einkennalausir (sem sé eru ekkert veikir)!
Er virkilega ekki kominn tími til að opna samfélagið á nýjan leik?
25 innanlandssmit 80% í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.