Má virkilega gagnrýna sóttvarnayfirvöld?

Manni hefur nú fundist undanfarið að það mætti alls ekki gagnrýna ákvarðanir sóttvarnayfirvalda. Þjóðin yrði að standa saman og fara í einu og öllu eftir reglum til þess að ná veirunni niður: "Við erum öll saman í þessu" og "sýnum samstöðu, stöndum saman"!
Það hefur m.a.s jaðrað við það á samfélagsmiðlunum að verið sé að hóta fólki sem hefur haft uppi efasemdir um þær hörðu aðgerðir sem eru í gangi. Það fólk væri vísvitandi að stuðla að dreifingu veirunnar og ætti skilið refsingu vegna þessa, jafnvel barsmíðar eða fangelsisvist. Hysterían er þannig algjör.

Samt er það svo að þó að faraldurinn sé samasem yfirstaðinn þá er lítið sem ekkert verið að slaka á klónni. Fólk er enn látið standa í biðröð fyrir utan verslanir svo dæmi sé tekið, þó að næstum enginn sé þar inni, í brunakulda og nú þegar veturinn er kominn af krafti og allra veðra er von. 

Síðan um síðustu mánaðarmót hafa smit aldrei farið yfir 30 á einum sólarhring, síðan 11. nóvember aldrei yfir 20 smit og síðustu fjóra daga varla farið yfir 10 smit!
Faraldurinn er þannig yfirstaðinn að mestu og því kominn tími til að opna samfélagið að nýju - og þó fyrr hefði verið.
Nægur er skaðinn samt vegna atvinnuleysis, gjaldþrota ofl. ofl.

 


mbl.is „Menn mega gagnrýna eins og þeir vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband