8.12.2020 | 12:45
Lítið verið að rýmka
Miðað við stöðu faraldursins þessa daganna eru þetta mjög litlar tilslakanir. Sérstaklega er þessi 10 manna fjöldatakmörk undarleg og svo einnig tímalengdin á þessum nýju reglum (til 10. janúar!). Þar með eru auðvitað áramótin farin og stórfjölskyldan fær ekki að koma saman um jólin. Hvað þá að hægt sé að fara út á götur og torg til að mótmæla þessari skerðingu á lýðræðis- og félagslegum réttindum fólks.
Þetta allt saman þrátt fyrir að faraldurinn sé næstum því úr sögunni. Síðan 6.nóvember eða í rúman mánuð hafa smitin nær aldrei farið yfir 20 á hverjum sólarhring. Frá 12. nóvember hafa nýsmitin iðulega verið undir 10. Í gær voru þau átta þrátt fyrir mjög margar skimanir, eða um 1770. Þetta eru flest sýni tekin síðan 30. nóvember (en þá voru 18 smit) og áður 6. nóv (25 smit).
Til samanburðar má nefna að í lok október voru nýsmit um 70 á hverjum degi.
Faraldurinn er þannig að dragast mjög saman en samt er haldið áfram með hinar hörðu takmarkanir og ákveðið að láta þær gilda í meira en mánuð!
Mikið er vald þitt kona, var sagt eitt sinn af minna tilefni.
Tilslakanir en áfram 10 manna fjöldatakmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.