Er virkilega enn allur varinn góður?

Aðeins tvö ný smit þrátt fyrir um 1500 sýni innanlands í gær. Undanfarið hafa verið færri en fimm smit frá 15. jan (eða í 11 daga), færri en 10 smit frá 9. jan eða í 17 daga og færri en 12 smit frá 22. des. eða í rúman mánuð!

Enn segja þó höfðingjarnir Víðir og Þórólfur að ekki sé tímabært að létta takmörkunum - og Þórólfur talar um að ekki sé enn komin reynsla á síðustu afléttingu (sem reyndar var næstum engin). Hún var þó fyrir hálfum mánuði (12. jan.) eða nákvæmlega þann tíma sem þarf að líða til að reynsla af henni eigi að koma í ljós að sögn sama manns.

Þetta hljómar enn og aftur eins og að menn ætli að misbeita valdi sínu og halda þessum "sóttvarnar"aðgerðum eins lengi og þeim er stætt á því. Reyndar er spurning hverju Sótti ræður, því það virðist ávallt vera sem að Víðir gefi línuna og Sótti samþykki hana svo.
Einnig er spurning hversu lengi stjórnvöld ætla sömuleiðis að vera strengjabrúða þessarar löggu - og hvort samfélag okkar sé að verða að lögregluríki, einu allsherjar almannavarnarsvæði þó engin sé hættan lengur.

Langlundargeð þjóðarinnar er auðvitað einstakt - engin mótmæli meðan heyrist af hörðum mótmælum í Danmörku og Hollandi og eflaust víðar. 
Hvernig væri nú að þeir, sem þessar aðgerðir bitna harðast á, taki sig til og fari að skipuleggja mótmæli á götum úti. Þetta gengur svona ekki lengur.


mbl.is Tvö smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 458218

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband