4.3.2021 | 17:49
Ekkert gos?
Hver fjárinn! Ekkert gos til að gleða mann og beina athyglinni frá veirunni sem enginn er reyndar.
Ég var að vonast eftir túristagosi með opnum landamæranna, fjölda útlendra ferðamanna - og um leið opnum fyrir okkur landsmenn til að komast loksins burt af skerinu.
En nei, ó nei. Samt var hálfpartinn búið að lofa okkur gosi.
Víðir, sem enginn hlýðir, sagði þjóðinni að það gysi líklega á næstu klukkutímum, Kristín skjálfti talaði fjálglega um gosóróa, sem breytist svo í nauðaómerkilegan óróapúls (hvaða orðskrípi sem það nú er), og menn fóru um spá og spekulera hvert hraunið myndi renna, hvort þyrfti að loka fyrir flug, ekki bara hér á landi heldur einnig í henni Evrópu, hvort þyrfti að rýma efri byggðir á höfuðborgarsvæðinu o.s.frv.
Svo dettur botninn úr þessu öllu saman - og fjölmiðlar, almannavarnir, vísindamenn og pólitíkusar fara hina mestu sneypuför.
Synd.
Víðir er samt enn við öllu búinn, byggð ekki í hættu segir hann, sem er auðvitað hárrétt hjá honum enda ekkert gos!
Ummerki um óróapúlsinn lítt sjáanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 460032
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.