17.3.2021 | 13:44
Frumlegt val!
Gamlingjarnir allir valdir enn og aftur þó flestir þeirra séu ekkert að spila.
Allir markmennirnir eru án leikreynslu í langan tíma. Hannes auðvitað ekkert spilað nema í Lengjubikarnum og hinir tveir ekki einu sinni í leikmannahópi sinna liða.
Svo eru það miðverðirnir. Ragnar kominn í eitthvað rusl-lið í Úkraínu, Kári kominn að fótum fram vegna elli og sama má segja um Birki Má. Alfonsi hlýtur að líða illa í þessum hópi og hefði betur fengið að vera í 21 árs liðinu.
Miðjumennirnir eru eitthvað skárri en sóknin er ekki burðug.
Enn er Kolbeinn í liðinu þó hann sé löngu útbrunninn og Björn Bergmann tekinn framyfir Viðar Örn. Svo skilst manni að Hólmbert fái varla að stíga inná fótboltavöll hjá þessu b-deildarlið ítalska sem hann er á mála hjá. Hann er samt auðvitað nógu góður til að vera valinn í íslenska landsliðið - eins og þeir allir hinir vara- og ekki varamennirnir ...
Að maður skuli hafa verið með einhverjar væntingar við þjálfaraskiptin!!!
Arnar búinn að velja fyrsta hópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 458219
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.