Brugðist við hættuástandi?

Þetta er furðu lituð frétt um aukin hernaðarumsvif Bandaríkjamanna hér í Norðurhöfum.

Á visir.is er miklu hlutlausari frétt og meira að segja vitnað í ummæli háttsetts herforingja í Bandaríkjaher um að með þessum "æfingum" sé verið að "viðhalda sterkri stöðu" Kanans á heimsvísu: 

https://www.visir.is/g/20212086227d/oflugustu-sprengjuthotur-bandarikjahers-aefdu-undan-strondum-islands-i-fyrrinott

Þarna er sem sé ekkert verið að fela það lengur að Kaninn og NATÓ eru að færa sig upp á skaftið á Norðurslóðum. Öflugustu herþotur Bandaríkjamanna eru nú staðsettar í Þrændalögum í Noregi (tímabundið að sögn en ekki tekið fram hve lengi) en í frétt Moggans er talað um að þær komi frá herstöðvum í Texas og Missouri og ekkert um hversu öflugar þær eru!!!

Yfirleitt hefur verið talað um þessa hernaðarútþenslu NATÓ sem svar við vaxandi umsvifum Rússa hér norður frá en í fréttinni á visir.is var ekkert á það minnst!

Norðmenn eru m.a.s. farnir að hafa áhyggjur af aukinni hervæðingu Kanans og NATÓ á þeirra landi - og eru hræddir um að Rússar fari að líta á landið sem alvarlega ógn við öryggi þeirra. NATÓ er t.d. farið að senda herþotur og -skip inn í efnahagslögsögu Rússlands, líklega fyrst og fremst til að ögra Rússunum.

Það stefnir í hættuástand hér á Norðurslóðum, ekki vegna Rússanna heldur vegna heimsyfirráðastefnu Kanans.


mbl.is Heræfing við Íslandsstrendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 459211

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband