4.6.2021 | 18:27
Ekki eitt orð um innihald samningsins
Þessi frétt, og sú fyrri í dag þar sem Guðlaugur Þór sló sig til riddara fyrir stórkostlega frammistöðu við samningaborðið, segir ekkert um hvað samkomulagið snýst. Og ekki heldur hvort einhver óánægja hafi verið um það á þinginu eða innan stjórnarinnar. Þetta er dæmigert fyrir íslenska blaðamennsku þar sem allt gengur út á viðtöl, það sem kallast referat í háskólasamfélaginu og nemendum er yfirleitt refsað fyrir í einkunnargjöf (nema líklega í fjölmiðlafræðinni), en ekki eigin úttektum sem sýnir að fjölmiðlafólk hafi vald á fræðilegum og vönduðum vinnubrögðum.
Allt annað er uppá teningnum í Noregi þar sem sagt er frá því að miklar deilur voru innan norsku stjórnarinnar um þetta samkomulag, sem Norðmenn eru jú hluti að sem EES-þjóð. Þetta á bæði við um sjávarútveginn og landbúnaðinn. Þar er grein frá innihaldinu og sagt frá hinni hliðinni, gagnrýninni.
Norðmönnum finnst t.d. alltof hár tollur vera enn á unnum fiski því aðeins sá óunni er tollalaus. Þetta verður til þess að störf tapast og minnsta verðið fæst fyrir fiskinn. Með þessu sé hráefni og vinnuafl flutt til Bretlands.
Þá er talað um flýtirinn við þennan samning, einmitt sem Guðlaugur Þór hrósar sér af og notar sem tilliástæðu fyrir að hafa ekki samband við þingið, en það mun vera vegna mikillar pressu frá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum.
Einnig er mikil óánægja innan landbúnaðargeirans. Samkomulagið gengur nefnilega einnig út á það að Bretar geti selt meira af landbúnaðarafurðum til Noregs - og þá auðvitað einnig til Íslands. Með samkomulaginu fá Bretar einmitt stærri innflutningskvóta á nautakjöti og ostum til EES-landanna. Norðmenn er skiljanlega hræddir við að minni framleiðslueiningar innan landbíúnaðarins fari á hausinn vegna þessa. Aukinn innflutningur er auðvitað ógn við innlenda framleiðslu. Norðmenn nefna einnig að sama hætta steðji að grænmetisframleiðslunni en hún er einmitt mjög mikilvæg hér á landi. Sjálfbærnismarkmið þessara þjóða er þar með í hættu.
Það merkilega við þetta allt saman hér á landi, degi fyrir hatrammt prófkjör innan Sjálfstæðisflokksins, að svo virðist sem ríkisstjórnin, les utanríkisráðherrann, geti ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi. Í Noregi þarf þó þetta samkomulag að vera samþykkt af þinginu.
Guðlaugur gagnrýndur fyrir samráðsleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.