1.7.2021 | 15:23
Algjört klúður!
Skipulagið á bólusetningunni er greinilega ekki eins gott og af er látið af þeim sem eru í forsvari fyrir henni.
Í dag klúðraðist það gjörsamlega. Mér skilst að það hafi verið rólegt fyrir hádegi og allt gengið vel en eftir hádegið fór allt í handaskolurnar.
Fyrst kláraðist skammturinn af AstraZeneca (þrátt fyrir rólegan morgun) svo það þurfti að blanda nýjan skammt og koma honum að staðinn - og það tók tímann sinn.
Svo reyndist skammturinn, sem loksins kom, ekki nægja nema fyrir tæplega fullan sal.
Þá gripu snillingarnir til þess ráðs að bjóða uppá Pfizer í staðinn og virtust nær allir sætta sig við það (þó svo að þeir sem ætla til útlanda geta lent í vandræðum ef þeir eru ekki fullbólusettir með sama lyfinu). Röðin náði a.m.k. alla leið upp á Suðurlandsbraut þegar svo var komið og ekkert fararsnið á fólki.
Já langlundargeð þjóðarinnar er meira en maður hafði haldið!
![]() |
Boðið Pfizer í stað AstraZeneca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 296
- Frá upphafi: 461718
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 244
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.