Segja af sér eða birta öll nöfn - og málavexti?

Það er spurning hvernig KSÍ ætla að leysa þetta hneykslismál hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta - og innan sjálfrar hreyfingarinnar. Þarna hefur greinilega ríkt ofbeldis- og þaggarkúltur alltof lengi.

Þöggunin er farin að hafa áhrif á sjálfa leikmennina, ekki síst þá sem hafa hvergi komið nærri þessum málum. Það liggja allir undir grun - og allskonar getgátur uppi hvort þessi eða hinn hafi átt hlut að máli: "Af hverju var hann ekki valinn í landsliðið, er það vegna þess að hann ...?", sbr. orð Guðna Bergssonar um að að sögusagnir um meint [nauðgunar]brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman:

https://www.visir.is/g/20212147332d/-vid-viljum-audvitad-hafa-thessa-hreyfingu-okkar-an-ofbeldis-

Einnig orð landsliðsþjáfarans, Arnar Þórs Viðarsonar, um að hann veldi þann hóp sem stæði til boða hverju sinni en ef honum yrði bannað að velja einhverja leikmenn hlýddi hann yfirboðurum sínum!:

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2021/08/25/fylgjum_fyrirmaelum_okkar_yfirmanna/

Það hlýtur að vera krafa landsliðsmannanna að nöfn hinna meintu ofbeldismanna verði gerð opinber þannig að hinir saklausu verði hreinsaðir af öllum grun.
Svo er auðvitað spurning um hvort að hægt sé að uppræta þessa ómenningu innan hreyfingarinnar öðruvísi en með því að KSÍ-forystan taki öll pokann sinn. Ef svo verður, er og eðlilegt að fara fram á að landsliðsþjálfararnir geri það einnig, allavega Arnar Þór, því hann hefur augljóslega tekið þátt í þessari þöggun og þannig beint grunsemdum að þeim sem saklausir eru.


mbl.is Allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund klukkan 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband