Þöggunarmeistarinn situr sem fastast!

Ljóst er að Klara Bjartmarz ber einna stærstu ábyrgð á þeim þöggunarkúltur sem ríkt hefur innan KSÍ nú í mörg ár eða allt frá 2010 í það minnsta. Bæði er hún framkvæmdastjóri sambandsins og hefur verið starfsmaður þess til fjölda ára - og hefur því haft vitneskju um fjöldamargt miður fallegt sem komið hefur á borð skrifstofu KSÍ um hegðun karlalandsliðsmannanna í fótbolta. 

Nú síðast segir hún að málin, sem hún hafði viteskju um en alltaf þagað yfir, hafi verið sett í "ferli", sem er harla fínt orð yfir þöggun.

Líklega er versta málið, sem komið hefur inná borð sambandsins, nauðgun tveggja landsliðsmanna á konu árið 2010. Þagað er vandlega yfir því hverjir meintir gerendur eru, en af umfjöllun á mannlif.is og á akureyri.net að dæma er annar þeirra enginn annar en fyrirliði landsliðsins til margra ára, Aron Einar Gunnarsson.

Og enn skal þagað yfir því hverjir meintir gerendur eru, þannig að á meðan liggja allir landsliðsmenn síðustu 10 ára eða svo undir grun.

Annað sem vert er að hafa í huga er hegðun þessa þotuliðs í skemmtanalífinu, drykkju- og fíkniefnaneysla þess, sem ekkert hefur verið gert til að stemma stigu við að því að ég best veit. Þetta þó að t.d. hefur lengi verið uppi sögusagnir í kókneyslu sumra landsliðsmannanna og þá er ekki átt við drykkinn Cola.

Reyndar eru allar líkur á að ekki verði almennilega tekið á þessu fyrst að Klara Bjartmarz er ekki látin taka poka sinn en sökinni alfarið skellt á Guðna Bergsson og stjórnina, m.a.s. á þá sem hafa nýtekið sæti í henni, manna eins og Ásgeirs Ásgeirssonar sem greinilega er búinn að fá sig fullsaddan af þessum skollaleik KSÍ-klíkunnar.


mbl.is Ætlar ekki að hætta og verður ekki vikið frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 458254

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband