24.11.2021 | 19:48
Dásamlegt fyrirbæri þetta Ísteka!
Fer fram á það að fá að drepa nýfædd folöld - og svo lætur þetta lið eins og að það komi að fjöllum þegar ofbeldið gagnvart fylfullum hryssum var upplýst.
Þó voru dýralæknar frá Ísteka viðstaddir þegar myndbandið af dýraníðinu var tekið, létu níðið óáreitt og reyndu að koma í veg fyrir myndatökuna! Þá rekur það sjálf mörg býli í þeim tilgangi að taka blóð úr merum þess - og eflaust með óblíðum meðölum.
Ísteka er svo sagt fyrirtæki í örum vexti og eitt af framsæknustu fyrirtækjum á landinu!
Það nýjasta er að þetta fyrirbæri (sem kallar sig fyrirtæki) er að sækja um starfsleyfi til að taka árlega um 600 tonn af blóði úr fylfullum hryssum. Hvað ætli, ef leyfið fæst, þyrfti þá að slátra mörgum nýfæddum folöldum?:
idin.is/tillaga-ad-starfsleyfi-fyrir-isteka-ehf/
Eigum við ekki að veðja að það fái örugglega (áframhaldandi?) starfsleyfi? Allt fyrir atvinnulífið og fjárfesta í landinu!?
Ætla að reyna að vanda rannsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.