Handteknir fyrir að upplýsa um njósnir!

Þetta er enn eitt dæmið um hræsnina í hinum "lýðræðissinnuðu" Vesturlöndum. Í frétt dönsku sjónvarpsstöðvarinnar kemur nefnilega fram að það eru tengsl á milli handtökunnar og leka frá PET, dönsku leyniþjónustunni, um að hún hafi stundað njósnir fyrir NSA, bandarísku njósnastofnunina, á nánum bandamönnum þeirra í NATÓ.

Þessar njósnir beindust m.a. að Frökkum, Þjóðverjum, Norðmönnum og hinum "hlutlausu" Svíum. Merkel, kanslari Þýskalands, fékk ekki einu sinni að vera í friði fyrir þessum blessuðum "bandamönnum" sínum.

Þar með eru Danir komnir með sitt Assange- og Snowdenmál og sýna með því sitt rétta andlit hvað upplýsingagjöf til almennings og gegnsætt samfélag varðar. "Lýðræðið" í sinni sönnu mynd?

Hér er svo ágætis tilvitnun sem sýnir hugsun Dana varðandi hið nána samstarf þeirra við Kanann (mestu njósnaþjóð heims):

“Gennem sådan et samarbejde holder vi os jo tæt til USA, som er verdens stærkeste militærmagt, men også den største indsamler af efterretninger.”

https://nyheder.tv2.dk/politik/2021-05-31-derfor-har-danmark-et-saerligt-forhold-til-amerikansk-efterretningstjeneste

 


mbl.is Starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 195
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband