11.1.2022 | 15:59
Engin vernd uppljóstrara í Danmörku?
Hér á landi voru á síðasta ár samþykkt lög um vernd uppljóstrara, einkum í framhaldi af málum Assange, Snowden og fleiri. Í Danmörku virðist ekki vera nein slík lög til af þessum fréttum að dæma.
Merkilegt er reyndar hvernig fjölmiðlar í Danmörku hafa reynt að þagga þetta mál niður því það er orðið nokkurra ára gamalt. Einnig að látið sé eins og ekki sé vitað um hvað málið snýst, eða svo lætur Mogginn allavega.
Varnarmálaráðherra Dana, úr flokki krata, neitar að svara spurningum um málið, það sé jú þjóðaröryggismál.
Reyndar vita allir sem vilja vita um hvað málið snýst, þ.e. um njósnir Dana fyrir hönd Kanans á leiðtogum helstu bandamanna Bandaríkjamanna í Evrópu svo sem á Merkel fyrrum Þýskalandskanslara.
Þetta munu fimmmenningarnir, sem voru handteknir nú í desember sl., hafa lekið í fjölmiðla á sínum tíma. Þeim hefur nú öllum verið sleppt nema þessum manni, forstjóra leyniþjónustunnar.
Danir, og þá sérstaklega kratarnir, hafa sjaldan lagst eins lágt sem nú í þjónkun sinni við Kanann.
Þetta er að mínu viti átakanlegt dæmi um vaxandi hernaðarhyggju á Vesturlöndum og ákveðna þörf fyrir að efla til illinda við Rússa. Kratastjórnin danska var t.d. að senda herflugvélar til Eystrasaltsríkjanna og auka þar með viðsjár við landamæri Rússlands til mikilla muna.
ESB og NATÓ hafa og undanfarið stóraukið hernaðarstuðning við Úkraínumenn og hvatt þá ákaflega til að ráðast inn í austur-Úkraínu, sem hefur sagt skilið við hin spilltu, fasísku stjórnvöld í Kænugarði og leitað til Rússa um vernd gegn ofstæki og árásargirnd Úkraínustjórnar.
Þetta er það sem hangir á spýtunni þessa daganna þegar NATÓ eykur spennuna þar austurfrá dag frá degi með ögrandi yfirlýsingum um Rússa.
Allt virðist þannig stefna í stríð. Þetta "njósnamál" í Danmörku er aðeins einn angi af þessum stríðsundirbúningi á Vesturlöndum. Nú skal sýna hörku á öllum sviðum.
Spurning hvort að ýkt viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni, sem nú er orðin að venjulegri inflúensu, sé einmitt ekki einn agi af þessari "ögun". Nú skal venja almenning við að hlýða skipunum stjórnvalda og sjá til þess að fjölmiðlar dansi eftir pípu haukanna sem nú stjórna á Vesturlöndum - ekki síst í Bandaríkjunum.
Findsen neitar sturluðum ásökunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.