22.1.2022 | 17:49
Þetta er almennilegt!
17-10 á móti Ólympíumeisturum Frakka í hálfleik þökk sé veirunni!
Gummi neyðist til að stilla upp besta liðinu (vantar bara Bjarka og kannski leikstjórnendurnar, Gísla og Janus að hluta). Liðið er laust við aðalklúðrarann Aron Pálma, sem er lélegur bæði í vörn og sókn og hefur verið það lengi.
Gummi er þvingaður til að nota vinstri handar leikstjórnanda og vera með tvo örvhenta fyrir utan - með þessum fína árangri.
Ekki þarf lengur að tala um að Ómar og Gummi þjálfari þurfi að stilla saman strengina. Nú skiftir Gummi engu máli í þessu sambandi. Ómar sér einn um að spila á strengina!
Svo er það Viktor Gísli í markinu. Hann hefur fengið ómaklega umsögn hjá pressunni. Hann þaggar eftirminnilega í þeim með þessari markvörslu og sýnir að þessir íþróttafréttamenn hafa ekkert vit á handbolta.
29-21 í leikslok! Verst að þurfa að heyra montið í skýrendunum á RUV (og hlátrasköllin í dömunni þegar klikkaði Logi hefur orðið) og lesa það í fjölmiðlum. Við erum þegar orðin heimsmeistarar þó þetta sé bara Evrópukeppni!
Vængbrotnir Íslendingar tókust á loft gegn Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.