Úkraína og Mið-Austurlönd

Rússar hafa alltaf notað kjarnorkuna sem fælingarvopn svo skrif um að þeir hóti kjarnorkustríði og að kjarnorkuver séu í hættu vegna þeirra, eins og segir í þessari frétt, er nú bara hræsni í fjölmiðlunum - og pólitíkusunum - og eflaust stórlega ýkt ef ekki hrein og klár lygi.
Sama má segja um Norður-Kóreu (og eflaust um Kína einnig).
Það væri löngu búið að ráðast inní þessi lönd ef þeir hefðu ekki kjarnorkuvopn.

Og hvernig var með innrásina í Írak - var lygin um kjarnorkuvopn þeirra ekki notuð sem tylliástæða fyrir innrásinni?

Talandi um Írak þá hafa fjölmiðlar í Mið-Austurlöndum bent á rasískan og niðurlægjandi fréttaflutning af stríðinu í Úkraínu og samanburð við innrásir Vesturlanda í löndin í Austurlöndum nær:

https://nyheder.tv2.dk/udland/2022-02-28-journalistforbund-klager-over-fordomsfuld-og-racistisk-daekning-af-ukraine

Það er verið að normalísera átök í öðrum heimshlutum (eins og í Afganistan og Írak) en gera sem mest úr átökum við “síviliseraða” bæi eins og í Úkraínu. Úkraínufólk á flótta lítur ekki út eins og “flóttamenn" frá Miðausturlöndum (heldur millistéttarfólk eins og við hin, Vesturlandabúarnir!).

Svo auðvitað þetta með útilokun íþróttafólks frá Rússlandi (og Hvíta-Rússlandi) frá keppni. Var einhvern tímann til umræðu að útiloka Bandaríkjamenn frá keppi eftir innrásina í Írak? Eða Ísraelsmenn fyrir innlimun landssvæða í Palestínu og Líbanon, eða Apartheit-stefnu þeirra gagnvart Palestínumönnum?


mbl.is Hafa áhyggjur af stærsta kjarnorkuveri Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband