Og hvergi mokað!

Það er sama hvert maður kemur í þessa höfuðborg okkar, þar er hvergi mokað! Svo eru ábyrgðaraðilar hjá borginni hreinlega að ljúga því að allar vélar séu úti að ryðja götur, bílastæði og gangstéttar. Málið er nefnilega það að maður sér hvergi þessar vélar að störfum! Þó er hláka þessa dagana og tilvalið að grynnka nú á snjó og klaka áður en frystir aftur.

Enda hafa starfsmenn borgarinnar sem vinna við þetta, kvartað yfir því að svið þeirra sé í fjársvelti. Hins vegar sé verktökum borgað svimandi upphæðir til að sjá um þessa hluti.
Þeir slá auðvitað slöku við til að græða sem mest á dílnum við borgina - og borgaryfirvöld eru söm við sig, ekkert eftirlit, engir skilmálar, engar sektir ef menn standa ekki við gerða samninga osfrv.
Og svo þegar svona vetur koma, eins og þessi, tímir hún ekki að borga verktökunum meira, því peningar hennar fara allir í yfirbyggingarhítina - og í að liðka fyrir lóðabröskurunum.

Sama gildir auðvitað um sorphirðuna. Þar er allt í lamasessi, sérstaklega hvað varð hirðingu á pappír og plasti. Hin umhverfisvæna stefna borgarinnar er ekki aðeins orðin tóm, hún er hrein og klár lygi.

 


mbl.is Aldrei upplifað eins mörg mál yfir veturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband