Einhliða áróður

Áróðurinn gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu tröllríður öllum fjölmiðlum á Vesturlöndum. Leitun er að hlutlausum fréttum af stríðinu, hvað þá að útskýra eða reyna að skilja hlið Rússanna. Ásakanir um stríðsglæpi þeirra eru mjög háværar en ekkert fjallað um framferði Úkraínuhers þó svo að vitað sé að þeir eru ekki barnanna bestir. 

Samt kom ein frétt rétt í þessu sem segir frá því hvernig þeir haga sér. Borgarstjóri í borg í austurhluta landsins, í öðru sjálfstjórnarhéraðinu, var myrtur af einhverjum leigumorðingum - og fulltrúi stjórnvalda í Kiev fagnaði því mjög, talaði um hinn myrta sem "svikara". Þetta er sem sé afstaða úkraínskra stjórnvalda til rússnesk-mælandi meirihlutans í aðskilnaðarhéruðunum: réttdræpir svikarar.
Ef það er ekki stríðsglæpur, veit ég ekki hvað.

Svo bregður við að ekkert heyrist af þessu í vestrænum fjölmiðlum og í hinni pro-vestrænu Wikipediu er fjallað um þetta sem eðlilegasta hlut:
"Volodymyr Oleksiiovych Struk was a Ukrainian politician. In March 2022 he was the subject of media coverage internationally due to his death." 
https://en.wikipedia.org/wiki/Volodymyr_Struk

Svo um viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í Kiev: "In response Anton Gerashchenko, an adviser to the Ukrainian Ministry of Internal Affairs, wrote in a post on Telegram: "There is one less traitor in Ukraine. The mayor of Kremenna in Luhansk region, former deputy of Luhansk parliament was found killed"."


 


mbl.is Aftökur á almannafæri sagðar mögulegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband