Fasistarnir að koma úr felum

Þetta er annað morðið á tveimur dögum á mönnum sem hugnast ekki úkraínskum stjórnvöldum eða fasískum öflum sem hafa fengið að starfa óáreitt í landinu allt frá febrúarbyltingunni 2014 (og eflaust lengur).
Hingað til hafa ásakanir Rússa á hendur úkraínskum stjórnvöldum um fasisma og morð á fólki sem vill draga úr spennu í landinu, ekki síst á rússneskum íbúum og rússneskumælandi fólki, verið afgreiddar sem falsfréttir og innantómar átyllur til að ráðast inn í landið.

En þessar ásakanir, sem hafa verið studdar af fjöldamörgum öðrum og það stofnunum og mannréttindasamtökum bæði í Úkraínu og á Vesturlöndum, eru komnar til löngu fyrir innrás rússneskra hersveita inn í landið.

Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu á árunum 2014 til 2021, þ.e. þangað til í fyrra, er talinn vera helsti hvatamaðurinn að því að ný-nasistar og ný-fasistar hafa náð lykilstöðu innan úkraínska hersins. Syndaregistur hans er ærið langt og undarlegt hversu lengi hann fékk að sitja í embætti í ljósi ákæra á hendur honum fyrir spillingu, morð o.fl.
Hann var t.d. um tíma eftirlýstur af Interpol og sat um skeið í stofufangelsi á Ítalíu en þangað hafði hann flúið til að forðast handtöku í heimalandi sínu. En 2014 var hann kosinn á þing og þess vegna sleppt úr haldi, og svo gerður að ráðherra yfir her og lögreglu landsins!! 
Síðan kom hann sínum mönnum, últra-hægra liðinu, fyrir í lykilstöðum í "öryggis"málum þjóðarinnar.
Enn hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju hann sagði af sér í fyrra, en líklega vegna þrýstings utanlands frá.
En þó hann sé horfinn úr embætti sitja morðóðir vinir hans sem fastast, þar á meðal í öryggissveitum landsins, og halda uppi ógnarstjórn í landinu:

https://en.wikipedia.org/wiki/Arsen_Avakov

Þetta er eflaust helsta ástæða þess að ESB og NATÓ hafa haldið að sér höndum í þessu stríði og ekki stutt Úkraínumenn með beinum hætti, þ.e. vegna hræðslu við nýnasismann í landinu.

 


mbl.is Úkraínskur samningamaður hafi verið drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 21
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 459191

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband