Stóðu Rússar "ekki við stóru orðin"?

Fréttaflutningurinn af stríðinu í Úkraínu verður sífellt hlutdrægnari - og árásargjarnari - í garð Rússa. Ekkert er t.d. nefnt í þessari frétt að Rússar haldi því fram að hægri-öfgamennirnir, sem hafa haldið Mariupol í gíslingu síðan 2014, komi í veg fyrir að almennir borgarar geti komist í burtu.

Svona til að benda á hve þessi and-rússneski áróður er hlægilegur þá er yfir 40% íbúa borgarinnar rússneskur og 90% þeirra rússneskumælandi. Þá unnu aðskilnaðarsinnar meirihluta í borginni í kosningunum 2014. Í kjölfarið réðist Úkraínuher inn í borgina með ný-nasistahreyfinguna AZOV í fararbroddi og stöðvuðu atkvæðagreiðslu sem þá stóð yfir um sjálfstæði borgarinnar, saman með öðrum héruðum og borgum í Donbass. Síðan hefur verið barist um borgina og við hana allt til þessa. AZOV-hreyfing þessi hefur gert borgina að höfuðstöðvum sínum og mun líklega verja hana þangað til ekki stendur steinn yfir steini í henni.

Það að Rússar hugsi ekki um öryggi sinna eigin landsmanna er auðvitað hlægilegt. Hitt er jafn augljóst að ný-nasistarnir, sem hernema borgina, líta á íbúana sem svikara - og þá væntanlega réttdræpa eins og aftökur þeirra undanfarna daga á embættismönnum í Úkraínu sanna, sem þeir gruna um að séu hliðhollir Rússum. Allavega er þeim alveg sama um öryggi íbúanna, þetta eru jú meira og minna allt Rússar.

Hér má lesa um AZOV-nýnasistana og það í miðli sem yfirleitt er hliðhollur Vesturlöndum og tekur virkan þátt í áróðrinum gegn Rússum, þ.e. Wikipedia:

https://en.wikipedia.org/wiki/Azov_Battalion

 


mbl.is Aftur samið um vopnahlé í Maríupol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 459175

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 232
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband