6.3.2022 | 14:04
Spurning um siðareglur Háskóla Íslands
Baldur Þórhallsson er ekki hver sem er innan háskólasamfélagsins, heldur prófessor í stjórnmálafræði. Sem slíkur ber honum að fjalla um (há)pólitísk málefni af varfærni og fullyrða ekkert sem hann getur ekki rökstutt með góðu móti.
Í siðareglum HÍ segir m.a.:
1.1. Við öflum og miðlum þekkingu af hlutlægni og sanngirni og leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnrýna hugsun og málefnalegan rökstuðning.
1.2. Við gætum þess að upplýsingar sem við veitum séu eins réttar og nákvæmar og kostur er. Við fullyrðum ekki meira en vitneskja okkar gefur tilefni til hverju sinni, heldur viðurkennum hvenær þekking okkar er takmörkuð ...
Ég fæ ekki betur séð en að prófessorinn brjóti báðar þessar greinar og tjáir sig af greinilegri hlutdrægni - og í flokkspólitískum tilgangi. Hann fullyrðir um hluti sem hann veit ekkert um heldur er með eintómar ágiskanir - og það gegn almennri, skynsamlegri hugsun.
Ef til stríðs kemur liggur beinast við að ætla að það verði kjarnorkustríð. Þá hefur viðvera herliðs hér á landi ekki fælingarmátt heldur þvert á móti, virkar sem segull.
Það er væntanlega það sem forsætisráðherra okkar átti við þegar hún heimsótti framkvæmdastjóra NATÓ á dögunum: Ísland sem herlaust land.
Siðanefnd HÍ sagði af sér fyrir nokkru vegna mun veigaminna máls. Hvað gerir hún nú?
Föst viðvera herliðs á Íslandi hafi fælingarmátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 59
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 458277
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.