Er ekki nær að reka Úkraínu?

Það er hlægilegt til þess að vita að þær vestrænu þjóðir sem ötulast hafa stutt árásarstríð Bandaríkjanna í Miðausturlöndum og víðar skuli nú heimta að Rússar séu útilokaðar frá Interpol.

Nær væri að reka Úkraínu úr samtökunum vegna forsetans, Zelenskys og tengsla hans við oligarkann Igor Kolomojsky.
Kolomojsky þessi er þriðji ríkasti maður Úkraínu og sagður sá þriðji valdamesti. Hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, þjófnað, morð og ofsóknir á hendur rússneska minnihlutanum í landinu - og verið í útlegð í lengri tíma.
Tengsl hans og Zelenskys byrjuðu snemma eða fyrir 10 árum þegar Kolomojsky styrkti fyrirtæki Zelenskys, sem framleiddi efni fyrir sjónvarp - fé sem Zelensky kom fyrir í einu aflandsfélaginu eins og Pandoraskjölin hafa sýnt. 

Í framhaldinu var sjónvarpsröðin sem fyrirtæki Zelenskys framleiddi, Forseti landsins, sýnd í sjónvarpsstöð Kolomojskys. Hún gerði Zelensky þjóðþekktan á svipstundu - og raunverulegan forseta landsins skömmu síðar!
Kolomojsky fjármagnaði kosningabaráttu Zelensky rétt eins og hann hefur fjármagnað, og stofnað, ný-nasísku hreyfingarnar sem hafa herjað á austur-Úkraínu nú í átta ár og haldið íbúum landsins í járngreipum óttans.

Það merkilega við þessa kröfu Bandaríkjamanna og helstu leppríkja þeirra, er að Kolomojsky þessi hefur lengi verið undir smásjá Interpol og einnig FBI. Í mars í fyrra settu Bandaríkjamenn þennan sama mann í bann vegna stórþjófnaðar hans úr úkraínskum banka og þar með fyrir peningaþvætti.
Sjálfur utanríkisráðherrann, Blinken, skrifaði undir bannið. Talað er að með þessu hafi Kaninn verið að senda Zelensky skilaboð um að hreinsa til heima hjá sér og slíta tengslunum við Kolomojsky en það hefur hann auðvitað ekki gert. Þvert á móti hafa menn, sem hafa sett sig upp á móti áhrifum Kolomojskys, verið reknir úr embætti, nú síðast sjálfur forsætisráðherrann.

https://en.wikipedia.org/wiki/Ihor_Kolomoyskyi

Já, það er skúrkur sem stjórnar Úkraínu þessi misserin en það skiptir engu máli lengur fyrir stjórnvöld (og pressuna) á Vesturlöndum. Ákafinn í að koma Rússum á kné yfirgnæfir alla skynsemi þessa dagana.


mbl.is Rússum verði vikið úr Interpol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband