Spurning hverjir séu stríðsglæpamenn

Fedorov þessi, sem Rússar handtóku í gær, er sakaður um aðild að hryðjuverkum gagnvart aðskilnaðarsinnum í austur-Úkraínu og fyrir að styðja hægri-öfgahreyfinguna Right Sector, sem er einmitt illræmd fyrir stríðsglæpi í austurhluta landsins.

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir þessari hreyfingu þannig: "Right Sector is one of "potentially violent militias that acted seemingly on their own authority, thanks to a high level of official toleration, and with almost complete impunity, both in the Donbass region and in wider Ukraine" that "use violence or threats of violence to exert pressure on persons holding dissenting views".
Árið 2015 var forystumaður þessarar hreyfingar gerður að talsmanni úkraínska hersins og þegar þess var leitað árið 2019 að upplýst væri nánar um starf hans innan hersins var því neitað. Ekki er vitað betur til en að hann sé enn í þessu hlutverki.

https://en.wikipedia.org/wiki/Right_Sector

Stríðsglæpir stjórnvalda í Úkraínu gegn rússneska minnihlutanum í landinu eru jú þekktir á Vesturlöndum þó svo að nú kjósi menn að loka augunum fyrir þeim.
Leyniþjónusta landsins er sérstaklega illræmd á þessu sviði, já, þessi sem drap samingamann eigin stjórnvalda fyrir það eitt að vera of samvinnuþýður við Rússa. Ekki heyrðist þá múkk frá Zelensky forseta vegna þessa stríðsglæps (á eigin þegni!) né frá alþjóðasamfélaginu.
Glæpasaga þessarar leyniþjónustu er orðin harla löng en hér verður þó aðeins staðnæmst við sögu þeirra eftir 2014.
Starfsmenn þessarar gjörspilltu stofnunar eru um 30.000, sem er sex sinnum fleiri en í bresku leyniþjónustunni.
Innan þeirra er sérstök deild starfandi sem eftir byltinguna 2104 var beitt gegn aðskilnaðar­sinnum í austurhluta landsins. Þá voru miklar hreinsanir gerðar innan leyniþjónustunnar og þær endurmannaðar, aðallega af nýnasistum frá vesturhluta Úkraínu.
2018 gerði leyniþjónustan áhlaup á úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna þar sem hún þótti tengslin við þá rússnesku fullmikil.
Liðsmenn hreyfingarinnar hafa verið sakaðar um margskonar mannréttindabrot á almennum borgurum, svo sem að láta þá hverfa, með kynferðislegri misnotkun og með pyntingum, bæði af Amnesty International og af Human Rights Watch (2016).
Í desember 2017 lýstu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum sínum á skerðingu á skoðana­frelsi fólks í Úkraínu. Leyniþjónustan túlki afar frjálslega mjög hörkuleg lög landsins um starfsemi fjölmiðla og blaðamanna, bloggara og áhrifavalda.

https://en.wikipedia.org/wiki/Security_Service_of_Ukraine


mbl.is Segja handtöku borgarstjórans „stríðsglæp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 456843

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband