Af hverju gæsalappir?

Það að 81 manns eru teknir af lífi á eina og sama deginum hlýtur að teljast til fjöldaaftöku og því engin ástæða til að hafa þar gæsalappir eins og Mogginn gerir hér.

Það er allavega á hreinu að ef Rússar eða einhverjir aðrir, sem eru ekki hliðhollir Vesturlöndum myndu standa fyrir slíku, þá væru engar gæsalappir.

Af hverju þá? Jú, vegna þess að Sádarnir eru í náðinni hjá Kananum og strengjabrúðum þeirra hér á landi sem annars staðar. 

Í erlendun miðlum kemur fram að margir þessara manna voru drepnir með köldu blóði fyrir litlar sem engar sakir - og eflaust flestar upplognar. Þeir áttu það flestir sammerkt að vera stjórnarandstæðingar.

Og hver fyrirskipaði aftökurnar? Jú morðinginn alræmdi, krónsprins þeirra Sádana, sem sendi morðingja sína, eins og frægt er, til að drepa blaðamann fyrir það eitt að vera gagnrýnim á stjórnarhætti einræðisherrana þar (og leystu lík hans upp í sýru til að fela ódæðið).

Og hvað gerðu Vesturlönd þá - og gera nú? Viðskiptabann á landið? Ónei, hvorki þá né nú, vegna þess að mannréttindamál skipta vestræn stjórnvöld engu máli, nema þegar það hentar þeim í áróðursskyni.

Svo má auðvitað benda á að það voru Sádar sem gerðu árás á tvíburaturnanna í New York á sínum tíma. Ekki var nú ráðist á landið eða sett á bannlista á nokkurn hátt fyrir það ódæði. Nei, í stað þess var ráðist á Afganistan!!!


mbl.is Fordæmir „fjöldaaftöku“ í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband