Morðingjarnir í Sádí-Arabíu í lagi en Abramovich ekki!

Það er engu logið um siðferði Breta og tvöfeldni þeirra. Banna manni að eiga félag, vegna einhverra óljósra tengsl við forseta Rússlands, en leyfa morðingjunum frá Sádí að nota tækifærið og eignast eitt best rekna knattspyrnufélag á Englandi á spottprís.

Þetta verður þá annað félagið sem hinir morðóðu Sádar eignast í ríki lýðskrumarans Boris Johnson (sem friðardúfan Katrín forseti er að fara að hitta þessa dagana). Hitt er Newcastle.

Þessi öðlingur, hann Boris, var næstum því sviptur embætti á dögunum fyrir að hafa ítrekað brotið sóttvarnarlög í landinu - og orðið að athlægi fyrir fáránlegar afsakanir sínar vegna þessa.

Svo kom stríðið og hann skyndilega orðinn þjóðhetja fyrir að notfæra sér það í áróðursskini - og þar með bjargað eigin skinni!

Já siðferði hægra liðsins í Evrópu er á ansi gráu svæði svo ekki sé meira sagt - sem og vestrænna fjölmiðla.


mbl.is Fjárfestahópur frá Sádi-Arabíu býður í Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband