16.3.2022 | 14:28
Þvílík hræsni!
Þetta var nú meira "sjóið" á bandaríkjaþingi í dag (sýnt beint í norska sjónvarpinu). Lófaklappi þingmanna ætlaði aldrei að linna (rétt eins og á breska þinginu um daginn) og forseti þingsins, kellingin hún Pelosi, með stríðshyllingu sem hún endurtók margoft (líklega vegna þess að hún fékk ekki nógu marga til að taka undir með sér). Já einhverjir þingmenn kunnu greinilega að skammast sín (og skammast sín fyrir hana).
Zelensky flutti þennan líka fallega friðarboðskap, en minntist þó á tylliástæður Kanans til að hefja stríð, bæði í seinni heimstyrjöldinni og í Afganistan (sem ættu einnig við núna), og skilyrti reyndar friðinn á afar sérstæðan hátt. Frið fyrir þá "góðu" sem t.d. nenna að vinna (en veiðileyfi á þá vondu og lötu?)!
Í raun hefði mátt setja Bandaríkin í stað Rússlands í þessari ræðu og Afganistan, Írak, Lýbíu og Sýrland í stað Úkraínu (ef eitthvað væri að marka friðarhjalið).
Forsetinn lét eins og mikill friðarsinni en bað samt um meiri vopn, skotfæri og peninga til stríðsrekstursins, og sýndi áróðursmyndbönd því til framdráttar.
Einnig var tal hans um bandarísk/vestræn gildi og lýðræði nokkuð hlálegt í ljósi stíðs vestrænna ríkja í Austurlöndum nær á þessari öld. Allavega eru það ekki friðargildi.
Lýðræðið er greinilega ofnotað í þessum áróðri, eins og kom í ljós í aðdraganda Íraksstríðsins á sínum tíma. Þá mótmælti ein milljón manna í London fyrirhuguðu stríði gegn Írak og 100.000 manns á götum Kaupmannahafnar - mótmæli sem "lýðræðisleg" stjórnvöld tóku auðvitað ekkert mark á.
Lýðræðishugtakið er nefnilega notað þegar það hentar - og misnotað þegar það hentar...
![]() |
Segir Úkraínumenn verja gildi alls heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 227
- Frá upphafi: 461721
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.