Vesturlönd vilja engan frið

Áköf hernaðaruppbygging á sér nú stað á Vesturlöndum og engar gagnrýnisraddir heyrast í fjölmiðlum hér á landi. Fjallað er um aukna framleiðslu á hergögnum og stóraukið fjármagn til hermála eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Þó er verið að mótmæla stóraukinni vopnaframleiðslu og það ekki af ómerkari manni en Frans páfa. Hann gagnrýnir harðlega hina útblásnu hernaðarhyggju, sem við verðum vitni að þessa dagana. Vestræn ríki ætla að verja 2% af þjóðarframleiðslunni til hermála, sem eru gífurlegir fjármunir. Þetta fé fer ekki í heilbrigðismál eða til að sporna gegn fátækt og öðru þvílíku. Ó nei.

Páfinn mælti eitthvað á þá leið að hann skammaðist sín fyrir þær þjóðir sem ákváðu þessa auknu hervæðingu: "Þvílík geðveiki" sagði hann ("madness")! Rétt viðbrögð (við Úkraínustríðinu) sé ekki fleiri vopn, víðtækari viðskiptabönn, stærri hernaðarbandalög heldur annars konar nálgun, breytta stjórnsýslu, breytt alþjóðleg samskipti án ógnandi framkomu:
"I was ashamed when I read that a group of states has committed to spending two percent of their GDP on the purchase of weapons, as a response to what is happening now. The madness! The real answer is not more weapons, more sanctions, more political-military alliances, but another approach, a different way of governing the now globalized world - not by being menacing, as is the case now - a different way of setting up international relations. The model of care is fortunately already in place, but unfortunately, it is still subservient to that of economic-technocratic-military power."

Tekið skal fram að þessi auknu útgjöld til hermála hófust ekki í kjölfar stríðsins í Úkraínu heldur þegar árið 2016 er vestræn ríki juku útgjöldin um allt að fjórðung.
Já, stríðið við Rússana hefur lengi verið í undirbúningi og hófst með síendurteknum ögrunum í þeirra garð.

Að lokum má nefna orð páfa um að afnema stríð alfarið í mannkynssögunni. Stríð bjarga ekki heiminum, heldur tortíma honum:
"Before the danger of self-destruction, may humanity understand that the moment has come to abolish war, to erase it from human history before it erases human history."


mbl.is Rússar séu líklega að blekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband