31.3.2022 | 09:23
Þessi maður er klikkaður
Það er ljóst af orðum forseta Úkraínu að hann ætlar ekkert að semja um frið við Rússana. Helsta krafa þeirra er jú sú, að Úkraína viðurkenni sjálfstæði austurhéraðanna, sem eru fyrir löngu búin að slíta sig frá landinu og þurft að búa við stanslausar árásir Úkraínuhers síðan (frá 2014). Nú segir þessi trúður og strengjabrúða Vesturlanda (Kanans auðvitað aðallega) að ekki verði gefinn eftir þumlungur af "úkraínsku landi".
Þetta gerir hann eflaust vegna stanslausra vopnasendinga frá vestrænu löndunum, m.a.s. Norðurlöndin öll (nema Ísland) senda nú vopn til þeirra (einnig hinir "hlutlausu" Svíar og Finnar). En þar misreiknar forsetinn sig hrapalega því Rússar hafi greinilega öll tögl og allar haldir í þessu stríði. Þeir geta haldið að sér höndum án þess að taka neina áhættu og snúið sér að því í rólegheitum að frelsa allt Dunbass-hérað ef hægri öfgamennirnir í Kiev sjá ekki að sér og fari að alvöru að stuðla að friði.
Það er reyndar ótrúlegt hve lítið mannfall almennra borgara er í þessum átökum, allavega miðað við hvað Kaninn drap marga í Írak. Það sýnir einfaldlega að Rússar reyna að fremsta megni að hlífa þessum hálflöndum sínum, þó að áróðursmaskína vestrænu pressunnar sé að reyna að telja manni trú um allt annað.
Hitt er svo auðvitað merki um kænsku Rússana að þeir leyfa fólki að flýja land því ekkert kemur sér verr fyrir efnahag Evrópuríkja en þessi gífurlegi flóttamannastraumur. Hann vegur eflaust miklu þyngra fyrir þau en viðskiptaþvinganirnar á Rússana virka á þá síðarnefndu.
Sem dæmi um þetta má benda á harmaveinið sem rekið var upp af ESB-löndunum þegar nokkur hundruð flóttamenn frá Sýrlandi reyndu að komast yfir landamærin til Póllands frá Hvíta-Rússlandi. Þá voru Hvít-Rússar sakaðir um að reyna að klekkja á efnahag ESB-landanna með þessum "gífurlega" flóttamannastraumi. Nú er hins vegar takið öðruvísi á öðrum stríðsflóttamönnum og enginn talar lengur um hættuna fyrir efnahag þessara landa vegna þeirra.
Já, hræsnin er ávallt söm við sig.
Gefur ekki eftir metra af landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.