Tylliástæða til að taka fullan þátt í Úkraínustíðinu?

Eins og allir vita hafa Vesturlönd tekið óbeinan þátt í stríði Úkraínumanna gegn Rússum, með áður óþekktum fjölda af vopnasendingum og fjármunaaustri til úkraínskra stjórnvalda til að koma Rússum um koll, helst með það að markmiði að steypa Pútín og stjórnvöldum í Kreml - og losa þannig við óþægan ljá í nágrannagarði sínum.

Þetta hafa Vesturlönd, með Bandaríkjamenn, NATÓ og Evrópusambandið leikið fyrr og síðar, bæði í Evrópu (fyrrum Júgóslavíu t.d.) og í Miðausturlöndum nær (afskiptum af innanríkismálum í Afganistan, Írak, Lýbíu og Sýrlandi, yfirleitt með beinum innrásum eins og í Afganistan, Írak og Lýbíu).

Og nú skal tekið fullan þátt í stríðinu í Úkraínu með því að senda flugher og hermenn til að stríða gegn Rússum. (Tylli)ástæðan? Jú, árás á NATÓ-land, þ.e. Pólland, er samasem árás á öll Natólönd og verður svarað á sama hátt!
Áróðurinn fyrir beinum afskiptum er þegar hafinn eins og mátti sjá í kvöldfréttum Rúv nú áðan. Þennan áróður má meira að segja heyra í lýsingum á íþróttaviðburðum!!!

Það er auðvitað spurning af hverju Rússar eru að sprengja þetta nálægt Póllandi, vitandi um áhættuna. Ástæðan getur varla verið önnur en sú að vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínuhers fari þarna í gegn. Þetta sé þannig tilraun Rússa til að eyðileggja þessi vopn, áður en þau verða notuð í stríðinu, vopn sem hafa gjörbreytt því og sett Rússa í mikinn vanda.

Og hvað með tylliástuna til að hefja stórfellda þátttöku í stríðsátökunum? Hvaða afleiðingar getur það haft í för með sér? Kjarnorkustríð? Kannski ekki.

Hins vegar er meira en líklegt að Kína muni ekki sitja hjá ef reynt verið að ganga milli bols og höfuðs á Rússum. Þá gæti þessi útþennslustefna NATÓ og Evrópusambandsins í austur orðið þeim dýrkeypt - sem og öllu mannkyni.

Er ekki kominn tími til að mótmæla þessum stríðsáróðri á Vesturlöndum og stríðsþátttöku vesturveldanna - og stigmagnandi átökum?
Hernaðaraðstoðin við Úkraínu hefur leitt til stighækkandi orku- og matvælaverðs í Evrópu og bitnað mest á almenningi en þeir ríkari - og þeir sem ráða málum - mata krókinn. Þetta hefur verið kallað græðgisbólga í stað verðbólgu og er auðvitað ekkert annað. Gósentíð kapitalistanna. En af hverju á saklaus almenningur að líða fyrir þetta bull?


mbl.is Rússneskar flaugar drápu tvo í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband