13.1.2023 | 13:15
Erdogan og "lýðræðið"
Já það er látið heita ýmislegt þegar svo ber undir. Erdogan Tyrklandsforseti er nú ekki þekktur fyrir lýðræðisást eins og kemur fram í banni á stjórnmálaflokkum og í raun á gagnrýni á hann sjálfan í stjórnartíð hans. Það er ein af ástæðum þess að ESB hefur ekki viljað taka Tyrki inn í samtökin.
En Svíarnir láta sem þeir viti ekkert af þessu í ákafa sínum við að komast í NATÓ. Þá er ekki verið að spara fallegu orðin.
Reyndar var það ekki hægri stjórnin í Svíþjóð sem stóð fyrir inngöngubeiðninni í NATÓ heldur kratastjórnin. Hún gerði og samkomulag við Tyrki sem kennt er við Madrid og felur í sér mikla eftirgjöf á almennum mannréttindum Kúrda í Svíþjóð, m.a. aukinni ritskoðun og brottvísun kúrdískra andófsmanna til Tyrklands þar sem þeim bíða sýndarréttarhöld. Já, kratarnir greiða hér götuna fyrir hægra liðið eins og venjulega.
Svía (og Finnar) gengu svo langt í þessu samkomulagi að stimpla PKK (stjórnmálasamtök Kúrda í Austur-Tyrklandi) sem hryðjuverkasamtök en það hefur m.a.s. Kaninn ekki gert.
Samtökin sem standa fyrir þessum mótmælum í Stokkhólmi og kenna sig við Rojava hérað í Norður Sýrlandi, sem nú nýtur sjálfstjórnar með hjálp Kanans, er sögð tengjast PKK.
Þetta sjálfstjórnarhérað þykir mjög framsækið, með femínískar áherslur og jöfn réttindi allra þjóðarbrota svo nokkur dæmi séu nefnd, sjá hér:
https://www.rojavakommitteerna.com/om-kommitteerna/
Og hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Autonomous_Administration_of_North_and_East_Syria
Um Madridarsamkomulagið má lesa hér:
https://www.axess.se/artiklar/den-langa-resan-med-turkiet-har-bara-borjat/
Fjórði og fimmti liður samkomulagsins er verulega hæpinn, sérstaklega sá fimmti, þar sem PKK er skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Áttundi liðurinn er einnig mjög varasamur en þar er að finna kröfulista Tyrkja sem Svíar virðast samþykkja án nokkurra gagnkrafa, svo sem að breyta lögum sínum um hryðjuverk og um að senda fólk úr landi til Tyrklands (8.2 og 8.3). Einnig að takmarka málfrelsið í landinu (8.5).
Fordæmdi Erdogan-brúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 459330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 212
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.