21.4.2023 | 09:54
Enn einn stríðsáróðurinn
Vestræn stjórnvöld og -fjölmiðlar reyna sem þeir geta til að magna upp stríðsstemmninguna gegn Rússum enda á nú að ganga á milli bols og höfuðs á þeim fyrir fullt og allt. Þetta auðvitað til að fá almenning með sér til að styðja stóraukna hernaðaruppbyggingu í Norðurhöfum, jafnt sem annars staðar í Evrópu.
Það heyrast þó aðrar raddir í fjölmiðlum þó lágværar séu. Á vef NRK, norska ríkisfjölmiðilsins, er t.d. rætt við mann sem hefur þjónustað rússnesk fiskiskip til fjölda ára í skipasmíðastöð í Norður-Noregi sem hann starfar við.
Hann segist aldrei hafa orðið var við neitt í þeim sem tengja mætti við njósnir. Sama má segja um aðra starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar. Þeir benda á að þeir hafi ágæta yfirsýn yfir það hvað sé um borð í skipunum og aldrei orðið varir við nokkuð grunsamlegt.
Þessi frétt í Mogganum og fleiri slíkar í öðrum fjölmiðlum hér á landi er sem sé enn lygin, í þetta sinn um að rússnesk fiskiskip séu í raun njósnaskip, og er greinilega tilraun til að herða enn á viðskipta- og einangrunarbanninu á Rússa.
Einnig til að réttlæta að gera Norðurslóðir að mjög hernaðarlega mikilvægu svæði eins og Kaninn vill - nokkuð sem harðlínu- og stríðsæsingafólkið hér á landi tekur virkan þátt í:
https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/vil-kaste-ut-fartoy-som-driver-ulovlig-etterretning-1.16381451
Togari grunaður um njósnir átti viðkomu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.