10.5.2023 | 19:52
"málið í ferli"!
MAST virðist vera í einhverju mjög ljótu ástarsambandi við hrossabændur sem gerir það að verkum að þeir komast upp með mjög illa meðferð á hestum sínum.
Stofnunin gerði engar athugasemdir við blóðtöku úr fylfullum merum, þrátt fyrir greinilegt ofbeldi og illa meðferð á skepnunum við blóðtökuna.
Nú hefur hún enn einu sinni verið uppvís af því að líta framhjá illri meðferð á hrossum, hvað fóðrun varðar, Borgarnesdæmið annað nú nýlega.
Ljóst er af þessu máli að hrossabóndinn á Vestfjörðum lýgur eins og hann er langur til. Segist hafa fóðrað hrossin í allan vetur (og eigi enn til hey!) og ber svo við því að hrossin séu hætt að éta heyið vegna nýgræðingsins. Þá hafa þau lagt helvíti mikið af á stuttum tíma, því varla er komin mikill nýgræðingur í úthaga þarna fyrir vestan fyrst hann er varla kominn hér syðra.
Svo um hófana á einu hrossinu, sem hann segist hafa klippt fyrir tveimur mánuðum! Yfirleitt er nóg að klippa hófa/klaufir einu sinni á ári, ef það þarf þá á annað borð, og eru þeir þó ekki svona slæmir eftir árið eins og á umræddu hrossi eftir tvo mánuði!
Já, það er hægt að ljúga miklu að trúgjörnu fjölmiðlafólki sem virðist ekkert hafa vit á því sem það er að fjalla um, sbr. viðtalið við bóndann á ruv.is.
Hér eru svo sláandi myndir af ástandi hrossanna, einmitt á RÚV:
![]() |
Langaði helst að aflífa einn þeirra á staðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 462891
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.