31.7.2023 | 14:45
Hvað er eiginlega að þessari manneskju?
Merkileg þessi endemis uppákoma hjá forseta Kirkjuþings í ljósi þess sem undan hefur gengið. Hún stígur greinilega ekki í vitið blessunin og virðist vera illviljug að auki.
Biskupskosning á hvort sem er að fara fram næsta vor eða sumar, enda ætlar biskup að sitja þangað til hún verður 70 ára, þ.e. í október að ári, svo þetta útspil kirkjuþingsforsetans er einstaklega heimskulegt.
Þessi uppákoma Drífu, fyrrum þingmanns íhaldsins, sýnir vel hversu óheppileg tvískipting kirkjuvaldsins er og hversu mikil áhrif pólitískt valdir fulltrúar Kirkjuþings eru farnir að hafa á innri mál þessarar stofnunar. Yfirmaður hennar, biskupinn, er orðinn gísl leikmannanna í stað þess að vera leiðtogi allrar kirkjunnar eins og verið hefur lengstum.
Klofningurinn milli lærðra og leikra er augljósi ekki síst í ljósi þess að prestar almennt styðja það að Agnes fái að sitja til sjötugs án nokkurra afskipta kirkjuþingsins.
Svo er hin lagalega hlið í raun biskupi í vil, svo ólíklegt er að kjörstjórnin muni breyta upphaflegri áætlun sinni, sem er að kosið verði næsta sumar.
Biskup Íslands er nefnilega æviráðinn samkvæmt þeim lögum sem giltu þegar Agnes var kosin (2012) og nýrri lög breyta engum um það. Það eina sem biskup þarf að gera samkvæmt gömlu lögunum er að biðjast lausnar þegar hún verður sjötug. Það hefur hún jú gert eins og kemur fram í samningi hennar við biskupsstofu.
Það að forseti Kirkjuþings hafi aðeins viljað gera framhaldssamning uppá eitt ár við Agnesi er í raun klár aðför að hennar rétti - og ekki nema von að hún hafi nýtt sér rétt sinn með samningum við Biskupsstofu (sem nú er reynt að gera tortryggilegan).
Kjörstjórn hefji undirbúning að kjöri biskups | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 458039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.