13.8.2023 | 16:43
Kjarnorkusprengjur á Keflavíkurflugvelli?
Þessar sprengjuflugvélar bera iðulega kjarnorkusprengjur og því þurfa íslensk stjórnvöld auðvitað að spyrjast fyrir um hvort þessar þrjár vélar, sem eru væntanlegar í "æfingar" hér við land, séu með slíkar sprengur innanborðs. Ísland er jú yfirlýst kjarnorkulaust land og á að vera það til framtíðar, rétt eins og hin Norðurlöndin eða hvað?
Þessar vélar eru annars einhver dýrustu morðtól sögunnar, er þá mikið sagt, og kosta skildinginn: https://en.wikipedia.org/wiki/Northrop_Grumman_B-2_Spirit
Undirlægjuháttur íslensku ríkisstjórnarinnar gagnvart Kananum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill og nú, ekki einu sinni í kalda stríðinu var lagst svo lágt.
Eru ekki kominn tími fyrir VG að taka pokann sinn í þessu stjórnarsamstarfi?. VG hefur jú ítrekað lagt fram þingsályktunartillögur um að landið skuli ávallt vera kjarnorkulaust.
Íhaldið er hvort sem er að hóta stjórnarslitum ef hvalveiðar verða ekki leyfðar að nýju, svo af hverju ekki að taka það á orðinu þegar það gefur þennan höggstað á sér?
Bandaríski flugherinn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.