Siðleysi Kviku banka

Það er greinilegt að stjórnendur íslensku bankanna eru búnir að gleyma Hruninu. Einn aðalleikarinn í hinu "svokallaða" Hruni er t.d. aftur orðinn bankastjóri Kviku banka.

Ferill hans innan fjármálakerfisins er ansi skrautlegur. Félag hans, Ármann Þorvaldsson ehf, var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 en gjaldþrotaskiptum lauk ekki fyrr en 2018. Af 5,7 milljarða gjaldþroti fékkst ekki nema 152 milljónir uppí skuldirnar!
Þetta þrot var fyrst og fremst tilkomið vegna lána sem félag Ármanns fékk til að braska með hlutabréf. Hann var þá forstjóri Kaupþings í London og veitti þannig sjálfum sér lánin, amk að hluta. Ætli hann feti ekki aftur í eigin fótspor?

https://www.visir.is/g/20181027647d/5-7-milljarda-gjaldthrot-armanns-thorvaldssonar-ehf

Fyrir þessa viðskiptasnilld og fleiri slíkar er hann nú verðlaunaður í annað sinn með forstjórastöðu í Kviku banka eða eins og stjórnarformaðurinn (og biskupssonurinn) segir réttilega um Ármann: "Reynsla og þekk­ing Ármanns á fjár­mála­markaði ger­ir það að verk­um að hann verður öfl­ug­ur leiðtogi bank­ans sem get­ur unnið af krafti úr þeim fjöl­mörgu tæki­fær­um sem blasa við Kviku".

Hætt er þó við að viðskiptavinum Kviku banka - og þar með Auðar banka, sem kynnir sig sem dóttur Kviku - sé ekki alveg sama um þessa vendingu og íhugi nú að beina viðskiptum sínum annað.
Það myndi þá minna talsvert á stemmninguna í kringum Íslandsbanka og spillinguna þar en þrír stórir viðskiptavinir þess banka hafa ákveðið að færa viðskipti sín annað.
Eins og kunnugt er hafa lengi staðið yfir þreifingar milli Kviku banka og Íslandsbanka um að sameinast. Þar hittir þá líklega skrattinn ömmu sína fyrir ef af verður.


mbl.is Marinó hættir í Kviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 65
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 458111

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband