8.9.2023 | 22:05
Rúnar gerði vel í markinu?
Rúnar er sekur um öll mörkin sem hann (og liðið) fékk á sig. Fékk á sig víti í fyrsta markinu og gerðist sekur um fáránleg úthlaup (og staðsetningar) í hinum tveimur.
Þessi Norðmaður er greinilega fábjáni. Hann velur sem aðalmarkmann, mann sem ekkert hefur spilað lengi og fær hvergi samning, meðan tveir af bestu markvörðum sænsku og norsku deildarinnar eru annað hvort á bekknum eða ekki valdir.
Mér skilst að Åke þessi Hareide hafi verið rekinn úr öllum þjálfarastöðum sem hann hefur gengt hingað til.
Svo nú er spurningin hvað hin dáðlausa KSÍ-forysta gerir eftir þrjú töp í röð (og engan árangur) undir stjórn þessa þjálfara.
Menn fara auðvitað að spyrja sig af hverju hann var valinn. Var enginn skárri þjálfari á lausu eða er íslenska karlalandsliðið virkilega svo lélegt að enginn almennilegur þjálfari vill taka það að sér? Kannski er það málið, því þessi leikur liðsins var svo sannarlega langt undir pari.
![]() |
Åge ósáttur: VAR-dómarinn öskraði í eyrun á honum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 49
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 462943
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.