11.9.2023 | 17:53
Djarft val!?
Landsliðsþjálfarinn tekur á sig rögg og refsar mönnum fyrir leikinn lélega gegn Luxenburg. Athygli vekur að Orri Óskars komi í stað Alfreðs og verður að segjast að djarft er teflt!
Það er þó spurning hvort að Hareide sé nógu djarfur, því einn aðalsökudólgurinn í síðasta leik, stendur enn í markinu (Rúnar Rúnars). Kannski treystir þjáfarinn ekki hinum unga Hákoni Vald (en af hverju er hann þá ekki í 21 árs liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á morgun?). Það að velja ekki Patrik Gunnars í þessa leiki er greinilega mjög slæm mistök hjá Norsaranum (Elías er að leika í portúgölsku annarri deildinni eftir því sem ég veit best og kemur því ekki til greina í byrjunarliðið).
Svo er það Kolbeinn Finns. Hann var ekki sannfærandi í leiknum gegn Luxemburg. Valgeir Lunddal var mun skárri og getur vel leyst vinstri bakvarðarstöðuna (og hefur oft gert það).
Svo er það músíkantinn Guðmundur Þórarins. Hann er enn að gera það gott í Grikklandi, er í þokkalegu liði og leikur alla leiki. Því ekki að gefa honum sjens, mann með alla þessa reynslu - og hörku vængbakvörður?
Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands Orri byrjar í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.